Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. janúar 2023Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 5 mánaða víxlaflokki HAGA230622 Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.720 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,10% - 7,50%. Tilboðum að fjárhæð 1.080 m.kr. var tekið á 7,25% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 26. janúar 2023. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veita: Matei Manolescu, Fossar fjárfestingabanki hf., matei.manolescu@fossar.is, s: 522 4000. Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingabanki hf. arnar.saemundsson@fossar.is Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga hf., geg@hagar.is
|