Helstu niðurstöður
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi:
„Rekstur félagsins á þriðja ársfjórðungi gekk ágætlega og var í takt við áætlanir félagsins. Vörusala jókst um 29,9% miðað við sama tímabil og í fyrra og nam 35.146 millj. kr. Veltan er sú hæsta sem félagið hefur náð í einum ársfjórðungi frá upphafi.
Góð magnaukning var á öllum sviðum rekstrar en mikil hækkun hrávöruverða milli ára hafði töluverð áhrif, sérstaklega í eldsneytishluta rekstrarins, sem lækkaði framlegðarstig heilt yfir um 5,3 p.p. milli ára. EBITDA félagsins nam 3.067 millj.kr. sem er 279 millj.kr verri afkoma en í sama fjórðungi árið áður.
Ljóst er að félagið er í miklum vexti m.a. með opnun nýrra verslana, dekkjaverkstæða og fjölgun veitingastaða. Starfsfólki fjölgaði um 110 stöðugildi milli ára sem skýrir að hluta hækkun launakostnaðar en einnig er tímabundinn viðbótarkostnaður að falla til vegna nýfjárfestinga á fjórðungnum.
Heilt yfir erum við sátt með þann árangur sem náðist og er EBITDA spá félagsins fyrir árið 2022 hækkuð um 200 millj. kr. eða í 10.000 – 10.400 millj. kr.“ , segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
Viðhengi