Published: 2018-05-15 17:53:01 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I
Innherjaupplýsingar

Landsbréf hf. boða til fundar með skuldabréfaeigendum vegna tillögu um skilmálabreytingu skuldabréfaflokksins BUS 56

BUS 56 – Landsbréf hf. boða til fundar með skuldabréfa-eigendum vegna skilmálabreytinga skuldabréfaflokksins BUS 56

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I (sjóðurinn), sem er í rekstri Landsbréfa hf. er útgefandi skuldabréfaflokksins BUS 56 sem er skráður hjá Nasdaq Iceland (skuldabréfaflokkurinn).

Fundur sjóðsins með skuldabréfaeigendum verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbréfa hf. (rekstraraðila sjóðsins) miðvikudaginn 23. maí kl. 11:00 í Borgartúni 33,  105 Reykjavík, 4. hæð.

Dagskrá

  1. Ákvörðun um að breyta skilmálum skuldabréfaflokksins BUS 56 (Uppgreiðsluheimild/uppgreiðsluskylda)

Í útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins er kveðið á um að útgefandi geti greitt upp skuldabréfaflokkinn frá og með 5. desember 2022. Rekstraraðili sjóðsins hyggst fyrir hönd sjóðsins leggja fram á fundinum tillögu um skilmálabreytingu. Skilmálabreytingin gengur út á að skuldabréfið verði ekki uppgreiðanlegt fyrr en 5. desember 2025. Fyrir liggur samþykki Búseta hsf., sem er eini lántakinn hjá sjóðnum, um að félagið muni samþykkja sams konar skilmálabreytingu á lánssamningum við Landsbréf – BÚS I. Að öðru leyti vísast til tillögu um skilmálabreytingu í viðhengi.

Atkvæðisréttur skuldabréfaeigenda í skuldabréfaflokknum miðast við fjárhæðir hvers skuldabréfaeiganda sem hlutfall af skuldabréfaflokknum. Skuldabréfaeigendur eru allir þeir sem eiga kröfur á útgefanda á grundvelli skuldabréfa í skuldabréfaflokknum og geta framvísað staðfestingu á eign sinni á vörslureikningi hjá reikningsstofnun með sannanlegum hætti.

Tillögu sjóðsins um skilmálabreytingu og umboðseyðublað er að finna í viðhengi.

Nánari upplýsingar veita Landsbréf hf. sem er rekstraraðili sjóðsins í síma 410 2500 og tölvupósti landsbref@landsbref.is

Viðhengi


Tillaga fyrir fund skuldabrefaeigenda 23052018.pdf
Umbo vegna fundar skuldabrefaeigenda 2018 0523 .docx.doc