Icelandic
Birt: 2024-05-23 01:06:09 CEST
Íslandshótel hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Íslandshótel hf. - fallið frá hlutafjárútboði.

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk klukkan 16:00 í dag. Í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður.

Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti ríflega 8 milljarðar króna. Það fékkst þó ekki áskrift í útboðinu fyrir öllum boðnum hlutum og því hafa seljendur ákveðið að falla frá útboðinu, í samræmi við áskilnað sinn þar að lútandi.