Icelandic
Birt: 2024-11-05 12:30:00 CET
Reykjavíkurborg
Reikningsskil

FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR 2025 OG FIMM ÁRA ÁÆTLUN 2025 - 2029

FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR 2025

OG FIMM ÁRA ÁÆTLUN 2025 - 2029

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029 er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag.

Fjárhagsáætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarðar króna og EBITDA verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026-2029 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða króna á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7%. Útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 8,1 milljarð króna.

Gert er ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og að skuldaviðmið, sem verður 109% árið 2025, verði undir viðmiði sveitarstjórnarlaga út áætlunartímabilið.

Fjárhagsáætlun A-hluta fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarð króna. Gert er ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 28,5% í lok árs 2025. Útkomuspá gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 531 milljón króna sem er um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári.

Fjárhagsáætlun A-hluta sýnir viðsnúningi í rekstri sem má rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins.

Hjálagt er að finna frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 til 2029 ásamt ítarlegum greinargerðum um efni þess, fjármálastefnu og fjárhagslega sýn borgarinnar. Í meðfylgjandi fréttatilkynningu er að finna samandregnar upplýsingar um frumvarpið og efni þess.

Upplýsingar veitir Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is
Sími: 411-1111

Viðhengi



FRETTATILKYNNING til Kauphallar vegna fjarhagsatlunar 2025-2029.pdf
Frumvarp a fjarhagsatlun og fimm ara atlun 2025-2029.pdf
Greinarger fagsvia og B-hluta 2025-2029.pdf
Greinarger FAS me fjarhagsatlun 2025-2029.pdf