Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. verður haldinn rafrænt og á skrifstofu félagsins að Lágmúla 9, Reykjavík, fimmtudaginn, 27. mars 2025, kl. 16:00.
Meðfylgjandi er endanleg dagskrá fundarins og tillögur stjórnar.
Vakin er athygli á eftirfarandi breytingum frá því boðað var til fundarins þann 6. mars sl:
Dagskrárliður 6 hefur verið uppfærður þannig að nú er tilgreindur sá fjöldi hluta sem stjórn leggur til að hlutfé verði lækkað um.
Þá hefur tilnefningarnefnd félagsins lokið störfum og samkvæmt uppfærðri skýrslu nefndarinnar gerir hún tillögu um að eftirtalin verði kjörin í stjórn félagsins:
Skýrsla tilnefningarnefndar, uppfærð frá fyrri útgáfu sem birt var með boðun til fundarins þann 6. mars sl., er meðfylgjandi fundarboði þessu og einnig aðgengileg á vef félagsins https://www.nova.is/fjarfestar.
Að öðru leyti er dagskráin og tillögur stjórnar óbreytt frá fundarboðun.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á https://www.lumiconnect.com/meeting/novaagm2025 fyrir kl. 16:00 þann 26. mars, eða degi fyrir fundardag. Skráningu á fundinn þarf að fylgja afrit af skilríkjum og umboð, ef við á.
Framboðsfrestur vegna framboðs til setu í stjórn og tilnefningarnefnd félagsins rennur út kl. 16:00, laugardaginn 22. mars.
Fundargögn og allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins, www.nova.is/fjarfestar.
Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Nova Klúbbsins, fjarfestar@nova.is
Viðhengi