Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki almennra skuldabréfa (e. senior preferred) ISB 28 1221.
Seld voru skuldabréf að fjárhæð 5.020 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,48%. Flokkurinn er verðtryggður skuldabréfaflokkur til 5 ára og ber fasta verðtryggða vexti með árlegri vaxtagreiðslu. Lokagjalddagi er 21. desember 2028.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 21. desember 2023.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.