Published: 2014-08-28 14:05:21 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Vegna undirritunar Regins hf. á kaupsamningi á hluta Hörpureita 1 og 2 við Austurbakka þann 18. júlí 2014

Þann 18. júlí síðastliðinn sendi Reginn hf., frá sér tilkynningu um undirritun á kaupsamningi milli Regins hf. og Landstólpa þróunarfélags ehf. um kaup félagsins á öllu verslunar-og þjónusturýmum á reitum 1 og 2 við Austurbakka 2.

Nú hefur fyrirvörum verið eytt sem tengjast kaupsamningnum samanber tilkynningu þann 18. júlí sl. Stjórn Regins hefur samþykkt kaupin og fyrirvörum hefur verið eytt sem tengjast fjármögnun verkefnisins. Til upplýsingar skal þó bent á að enn óvissa er um hvenær endanleg afhending fer fram sem og eru kaupin háð veitingu bygginga- og framkvæmdaleyfa.

Hið keypta er 8.000 m2 útleigurými sem að megninu til er staðsett á 1. og 2. hæð bygginganna og er afhent fullbúið að utan og sameign en leigurými eru tilbúin til útleigu. Kaupverðið sem er um 3.400 m.kr. verður greitt út m.v. framvindu á næstu 3 árum. Hönnun og framkvæmd er á vegum seljanda.

Það er mat félagsins að ekki sé rétt að birta frekari upplýsingar strax um áhrif kaupanna á afkomu og efnahag en kaupin uppfylla ákvæði fjárfestingastefnu félagsins.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262

 


Vegna undirritunar Regins hf. a kaupsamningi reita 1 og 2 vi Austurhofn.pdf