Published: 2019-10-09 13:48:56 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Other information disclosed according to the rules of the Exchange

Lykill fjármögnun hf.: Útboð á verðtryggðum skuldabréfum 15. október

 

Lykill fjármögnun hf. (Lykill) efnir til útboðs á verðtryggðum skuldabréfaflokki, LYKILL 26 05, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.

Skuldabréfaflokkurinn er til 7 ára, ber fasta 3,30% verðtryggða vexti og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils. Skuldabréfin eru með jöfnum greiðslum höfuðstóls og vaxta á þriggja mánaða fresti og lokagjalddaga 15. maí 2026. Skuldabréfin hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Áður hafa verið gefin út bréf í flokknum að nafnvirði 3.530 m.kr.

Fossar markaðir hf. hafa umsjón með útboðinu og kynnir það fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Lykill áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra flokka skuldaskjala eru birt á vefsíðu félagsins: https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/

Nánari upplýsingar veita:
Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., dadi.kristjansson@fossarmarkets.com, s: 840 4145
Arnar Geir Sæmundsson, forstöðumaður fjárstýringar Lykils fjármögnunar hf., arnarg@lykill.is, s: 540 1700