Landsbankinn lauk í dag sölu á víkjandi forgangsbréfum (e. senior non-preferred bond) með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.300 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum (4NC3). Útgáfukjör miðast við 150 punkta álag á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum.
Heildareftirspurn var tæplega tvöföld frá yfir tuttugu norrænum fjárfestum.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 20. mars 2025.
Umsjónaraðilar voru Nordea og Swedbank.