Published: 2016-11-25 10:14:22 CET
TM hf.
Reikningsskil

Tryggingamiðstöðin hf. – Afkomuviðvörun

Stórbruni og versnandi tjónaþróun

Í ljósi umfangs þess tjóns sem áætlað er að falli á félagið vegna eldsvoða á Snæfellsnesi þann 21. nóvember sl. og óhagstæðrar tjónaþróunar á fjórða ársfjórðungi munu áætluð eigin tjón félagsins á ársfjórðungnum verða talsvert hærri en áður birt áætlun gefur til kynna, eða sem nemur um 500 m. kr. Félagið áætlar nú að hagnaður ársins fyrir skatta verði um 2.500 m. kr. og samsett hlutfall verði um 97%.