Published: 2021-06-24 11:38:26 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg gefur út græn skuldabréf

Reykjavíkurborg hefur lokið stækkun á græna skuldabréfaflokknum RVKNG 40 1.

Seld hafa verið skuldabréf í flokknum að fjárhæð kr. 3.000.000.000 að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 4,50%. Heildarstærð flokksins eftir útgáfu er kr. 6.820.000.000 að nafnvirði. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 30. júní 2021.

RVKNG 40 1 ber fasta óverðtryggða vexti og greiðir jafnar afborganir á 12 mánaða fresti með lokagjalddaga 21. ágúst 2040.

Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna græn fjárfestingarverkefni í samræmi við Græna skuldabréfaumgjörð Reykjavíkurborgar (Green Bond Framework).

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Bjarki Rafn Eiríksson
Fjárstýringar – og innheimtuskrifstofa
bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is
Sími: 852-5589

Karl Einarsson
Fjárstýringar – og innheimtuskrifstofa
karl.einarsson@reykjavik.is
Sími: 693-9358

Daði Kristjánsson
Fossar markaðir hf.
Netfang: dadi.kristjansson@fossarmarkets.com
Sími: 840-4145

Matei Manolescu
Fossar markaðir hf.
Netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com
Sími: 832-4008