Published: 2019-05-08 20:40:34 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Other information disclosed according to the rules of the Exchange

Lykill fjármögnun hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 8. maí 2019

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 26 05.

Alls bárust tilboð að nafnvirði 3.530 m.kr. og voru öll tilboð samþykkt á hreina verðinu 100,00 (pari) sem jafngildir 3,34% ávöxtunarkröfu.

Skuldabréfaflokkurinn er til 7 ára, ber fasta 3,30% verðtryggða vexti og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils. Skuldabréfin eru með jöfnum greiðslum höfuðstóls og vaxta á þriggja mánaða fresti og lokagjalddaga 15. maí 2026. Skuldabréfin verða tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., dadi.kristjansson@fossarmarkets.com, s: 840 4145
Sighvatur Sigfússon, fjármálastjóri Lykils fjármögnunar hf., sighvatur@lykill.is, s: 540 1700