English Icelandic
Birt: 2022-10-31 21:04:54 CET
Orkuveita Reykjavíkur
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Orkuveita Reykjavíkur - Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfa

Útboði á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur lauk í dag, 31. október 2022. Gefin voru út skuldabréf í skuldabréfaflokkunum OR020934 GB og OR161126 GB.

OR020934 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2. september 2034. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði kr. 9.415 milljónir í flokknum.

Heildartilboð í flokkinn voru samtals 5.792 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 2,82% - 3,10%. Tilboðum að fjárhæð 3.202 m.kr. að nafnvirði var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,94%.

OR161126 GB er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með vaxtagreiðslufyrirkomulagi og ber 7,0% vexti sem greiðast fjórum sinnum á ári fram að lokagjalddaga þann 16. nóvember 2026.

Heildartilboð í flokkinn voru samtals 1.230 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 7,0% - 7,24%. Tilboðum að fjárhæð 720 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 7,14%.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.

Nánari upplýsingar:

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri Fjármála OR, sími: 516 6100, netfang: Benedikt.Kjartan.Magnusson@or.is

Matei Manolescu, markaðsviðskiptum Fossa fjárfestingarbanka, sími: 522 4008, netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com