English Icelandic
Birt: 2021-10-12 11:21:48 CEST
Íslandsbanki hf.
Innherjaupplýsingar

Islandsbanki hf.: Drög að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2021 liggja fyrir. Hagnaður nam um 7,6 ma. kr. og arðsemi eigin fjár um 15,7% - töluvert umfram fjárhagsleg markmið bankans og spár greiningaraðila

Drög að uppgjöri Íslandsbanka hf. fyrir 3F21 liggja nú fyrir. Drögin benda til þess að hagnaður bankans hafi numið 7,6 ma. kr. á fjórðungnum og að arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli í hafi verið 15,7%.
Greiningaraðilar höfðu spá 4,6 ma. kr. hagnaði (sjá hér). Til samanburðar nam hagnaður bankans 3,4 ma. kr. á 3F20 og arðsemi eiginfjár 7,4%.

Rekstrartekjur fjórðungsins nema um 13,3 ma.kr. sem er 20,6% aukning frá 3F20.
Þar af nema hreinar vaxtatekjur um 8,8 ma. kr., hreinar þóknanatekjur um 3,4 ma. kr. og hreinar fjármunatekjur um 0,9 ma. kr.
Hreinar fjármunatekjur jukust aðallega vegna jákvæðrar virðisbreytingar á fjárfestingu í óskráðum hlutdeildarfélögum.
Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,7 ma. kr. samanborið við 5,6 ma. kr. á 3F20.

Frávikin milli ára og frá markmiðum bankans skýrast að stærstum hluta af því að virðisrýrnun er jákvæð og er um 1,8 ma. kr. færður til tekna vegna þess í fjórðungnum að mestu leyti vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og vegna minni óvissu í mati á vanefndarlíkum einstaklinga í kjölfar uppfærðs áhættumatslíkans.
Til samanburðar færði bankinn um 1,1 ma. kr. til gjalda í virðisrýrnun á 3F20 sem tengdist að mestu leyti þeirri óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins á þeim tíma.

Áréttað er að uppgjörið og kynningarefni fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og því geta áðurnefndar tölur tekið breytingum fram að birtingardegi þann 28. október næstkomandi.

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.is. Sími: 844 4033.
Samskiptastjóri – Björn Berg Gunnarsson, pr@islandsbanki.is. Sími: 844 4869.

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari  fréttatilkynningu  þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.