English Icelandic
Birt: 2024-12-23 17:42:53 CET
Kauphöll Íslands hf.
Hlutabréfamarkaður

Marel hf. - taka hlutabréfa úr viðskiptum

Nasdaq Iceland hf. („Kauphöllin“) hefur samþykkt beiðni Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) um að taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum, sbr. tilkynningu frá félaginu dags. 23. desember 2024, þar sem kom fram að félagið hefði óskað eftir töku hlutabréfanna úr viðskiptum.

Síðasti viðskiptadagur með hlutabréf Marel (auðkenni: MAREL) í Kauphöllinni er áætlaður 3. janúar 2025, að því tilskyldu að John Bean Technology Corporation hafi hafið innlausn á eftirstandandi hlutafé í Marel sem ekki var selt í tengslum við yfirtökutilboð félagsins.