Icelandic
Birt: 2023-09-07 14:05:00 CEST
Kópavogsbær
Ársreikningur

Traustur rekstur í erfiðu efnahagsumhverfi

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Niðurstaðan endurspeglar góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi.

„Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi munu áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta er snýr að málefnum fatlaðs fólks er sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lyktar hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Meginskýring neikvæðrar afkomu má rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hefur verið óhagstæð undanfarin ár.

Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, var jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum.

Í þessum tölum er tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins.

Meginskýring á verri afkomu en áætlað var er meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Heildarskuldir samstæðunnar hafa hækkað um 773 milljón króna, þar af eru verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmiðið bæjarins var síðustu áramót 95% sem er vel undir lögbundnum hámarki sem er 150%.

Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.

Viðhengi



Arshlutareikningur Kopavogsbjar jan-juni 2023.pdf