Icelandic
Birt: 2023-05-05 11:20:00 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg - Leiðrétting í ársreikningi 2022

Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2022 var lagður fram með fyrirvara um breytingar til fyrri umræðu í borgarstjórn þriðjudaginn 2. maí og verður tekinn til seinni umræðu þriðjudaginn 9. maí. 
Við endurskoðun reyndust verðbætur í sjóðstreymi oftaldar um 2.492 m.kr. og lántaka vantalin um sömu fjárhæð. Er hér um áfallnar verðbætur á verðtryggð skuldabréf á útgáfudegi að ræða sem lagðar voru við verðbætur í sjóðstreymi í stað færslu á ný lán. Leiðréttingin hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi.
Áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning eru engin.

Athygli er vakin á að auk sjóðstreymis, hefur skýring 45, langtímaskuldir, verið leiðrétt og lykiltölur í skýringum 61, 62 og 63 sem tengjast sjóðstreymi, veltufé frá rekstri og handbæru fé frá rekstri. Samanburðar tölur árið 2021 hafa einnig verið leiðréttar um 244 m.kr. þar sem um sambærilegt tilvik var að ræða.

Meðfylgjandi er leiðréttur samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 sem lagður verður til samþykktar í borgarstjórn 9. maí næstkomandi, ásamt leiðréttri skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs. Einnig er yfirlit yfir breytingar sem orðið hafa á sjóðstreymisyfirliti.

Reykjavík, 5. maí 2023.

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi



Arsreikningur Reykjavikurborgar 2022.pdf
Reykjavikurborg - Sjostreymi 2022 - fyrir og eftir leirettingu.pdf
Skyrsla fjarmala- og ahttustyringarsvis me arsreikningi 2022.pdf