Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2022 (3F22) –sterkur fjórðungur þar sem arðsemi eigin fjár er umfram markmið bankans
Helstu atriði í afkomu á fyrstu níu mánuðum 2022 (9M22) – Arðsemi yfir markmiði með auknum tekjum
Uppfært leiðbeinandi bil fyrir árið 2022
Lykiltölur
3F22 | 2F22 | 1F22 | 4F21 | 3F21 | ||
REKSTUR | Hagnaður tímabils, m.kr. | 7,486 | 5,880 | 5,187 | 7,092 | 7,587 |
Arðsemi eigin fjár | 14.4% | 11.7% | 10.2% | 14.2% | 15.7% | |
Vaxtamunur (af heildareignum) | 3.0% | 2.9% | 2.6% | 2.4% | 2.4% | |
Kostnaðarhlutfall1 | 36.3% | 42.7% | 47.6% | 45.3% | 39.4% | |
Áhættukostnaður útlána2 | (0.40%) | (0.20%) | (0.17%) | (0.23%) | (0.64%) | |
30.9.22 | 30.6.22 | 31.3.22 | 31.12.21 | 30.9.21 | ||
EFNAHAGUR | Útlán til viðskiptavina, m.kr. | 1,153,047 | 1,153,677 | 1,107,893 | 1,086,327 | 1,081,418 |
Eignir samtals, m.kr. | 1,548,672 | 1,437,253 | 1,446,355 | 1,428,821 | 1,456,372 | |
Áhættuvegnar eignir, m.kr. | 1,012,986 | 992,883 | 945,321 | 901,646 | 917,764 | |
Innlán frá viðskiptavinum, m.kr. | 781,614 | 756,862 | 761,471 | 744,036 | 754,442 | |
Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum | 148% | 152% | 145% | 146% | 143% | |
Hlutfall lána með laskað lánshæfi3 | 1.7% | 1.8% | 1.8% | 2.0% | 2.0% | |
LAUSAFÉ | Fjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar | 127% | 118% | 123% | 122% | 121% |
Lausafjárhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar | 371% | 147% | 195% | 156% | 225% | |
EIGIÐ FÉ | Eigið fé samtals, m.kr | 211,613 | 203,662 | 197,201 | 203,710 | 197,381 |
Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 14 | 18.2% | 18.2% | 18.8% | 21.3% | 20.6% | |
Eiginfjárhlutfall þáttar 14 | 19.2% | 19.2% | 19.9% | 22.5% | 21.8% | |
Eiginfjárhlutfall4 | 21.4% | 21.5% | 22.5% | 25.3% | 24.7% | |
Vogunarhlutfall4 | 11.9% | 12.5% | 12.4% | 13.6% | 13.2% |
1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður + framlag í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).
2. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
3. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
4. Að meðtöldum hagnaði tímabilsins fyrir 30.9.21, 31.3.22 og 30.9.22
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Afkoma Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var gríðarsterk þar sem hagnaður var 7,5 ma. kr. og arðsemi eigin fjár 14,4% sem er yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Tekjur af kjarnastarfsemi héldu áfram að vaxa þar sem samanlagður vöxtur vaxta- og þóknanatekna var 21%. Kostnaður lækkaði að raunvirði um 5,5% og vorum við umfram markmið okkar um kostnaðarhlutfall sem var 36.3% á fjórðungnum, sem er óvanalega lágt sökum árstíðabundinnar sveiflu.
Útlán til viðskiptavina stóðu í stað á meðan innlán jukust um 3,3% sem styrkir okkar helstu fjármögnunarstoð enn frekar. Íslandsbanki býður samkeppnishæf vaxtakjör og hefur stafræni reikningurinn Ávöxtun, sem býður ein bestu vaxtakjör á markaðnum, slegið í gegn á meðal viðskiptavina okkar. Bankinn jók enn frekar dreifingu í markaðsfjármögnun sinni með útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum og víkjandi skuldabréfa í krónum í október.
Það var stór áfangi fyrir bankann þegar sala Símans á Mílu til Ardian France SA lauk en Íslandsbanki var í lykilhlutverki við sölu á Mílu. Íslandsbanki er leiðandi í fjárfestingarbankastarfsemi á Íslandi og sýndi þetta verkefni vel getu bankans til að leiða og samþætta fjölþætt verkefni.
Samhliða útgáfu fjárhagsuppgjörs fyrir 3F22 birtum við skýrslu um vörður okkar að kolefnishlutleysi. Helstu tækifærin til að draga úr losun tengdri útlánastarfsemi bankans eru í umskiptum yfir í grænar samgönguleiðir í lofti, á landi og á sjó. Ein af helstu niðurstöðum skýrslunnar er að losun frá útlánastarfsemi muni minnka um 60% fyrir árið 2030 og um 85% fyrir árið 2040.
Íslandsbanki hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu fjórða árið í röð sem var mikill heiður. Þetta hvetur okkur áfram á þeirri braut að hlúa að jafnréttismálum og vera hreyfiafl til góðra verka. Það var jafnframt einstaklega ánægjulegt að sjá fullan sal gesta á fundi okkar um konur og fjármál en bankinn hefur haldið reglulega fundi tengda jafnréttismálum síðan 2015.
Ég er stolt af þeim árangri sem bankinn náði á fjórðungnum. Hagnaðurinn er traustur og kostnaði haldið í skefjum, eignagæði eru sterk og útlánin eru með góða veðstöðu. Íslenskt efnahagslíf heldur áfram að vera þróttmikið á umbrotatímum og mun Íslandsbanki áfram leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni þess.
Fjárfestatengsl
Afkomufundur og vefstreymi föstudaginn 28. október 2022
Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi föstudaginn 28. október kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jóhann Ottó Wathne, forstöðumaður Fjárstýringar munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á ársfjórðungnum. Fundurinn fer fram á ensku.
Vefstreymið fer fram á þessari síðu. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á heimasíðu fjárfestatengsla að honum loknum. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Þar kemur upp listi yfir innhringingarnúmer og persónulegt PIN-númer. Ef það er ekki til staðarnúmer fyrir landið þitt, eða ef þú vilt fá símtal í stað þess að hringja inn, er hægt að nota „Hringja í mig“ valkostinn. Veldu þá landið þitt, sláðu inn símanúmerið þitt og smelltu á bláa „Call me“ hnappinn til að tengjast.
Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna á þessari síðu
Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.is. Sími: 844 4033.
Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is. Sími: 844 4005.
Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
Viðhengi