Published: 2013-01-30 17:10:09 CET
Origo hf.
Reikningsskil

Ársuppgjör Nýherja fyrir árið 2012

111 mkr heildarhagnaður af rekstri Nýherja hf.

Helstu niðurstöður:

 • EBITDA 481 mkr og heildarhagnaður 111 mkr á árinu 2012.
   
 • Nýherji hf. móðurfélag, TM Software og Dansupport A/S skila ágætri afkomu.
   
 • Tap á rekstri Applicon fyrirtækjanna á árinu.
   
 • Tekjur af eigin hugbúnaðarþróun um 750 mkr á árinu og afkoma góð á því sviði.
   
 • Virðisrýrnun viðskiptavildar 92 mkr og tekjufærð skatteign 210 mkr.

 

Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Afkoma af rekstri Nýherja á innlendum markaði var ágæt og samkvæmt áætlunum á árinu 2012. Áhersla hefur verið á þróun nýrra lausna fyrir viðskiptavini, bæði á sviði hugbúnaðar og tækniþjónustu. Tekjur af sölu eigin hugbúnaðar námu 750 mkr og skilaði ágætri afkomu. Sala á Tempo hugbúnaði, sem TM Software hefur þróað og seldur er á erlendum mörkuðum, vegur þar þyngst. Afkoma vörusölu var góð þrátt fyrir minni heildartekjur.

Applicon félögin erlendis voru rekin með tapi á árinu, sem einkum má rekja til kostnaðarsamrar uppsetningar sem Applicon í Svíþjóð hefur unnið að fyrir sænskan banka. Applicon í Danmörku var rekið með halla framan af ári en skilaði hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Afkoma Applicon félaganna er óviðunandi, en við væntum þess að eftirspurn eftir SAP lausnum aukist á næstu misserum og styrkist þá einnig rekstur Applicon félaganna.“


 

Nánari upplýsingar

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.

 

 


Frettatilkynning.pdf
Nyherji hf. arsreikningur 31.12.2012.pdf