Icelandic
Birt: 2021-08-23 18:15:40 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

REITIR: Rekstrarhagnaður 3.582 m.kr. á fyrri árshelmingi 2021

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2021. Helstu lykiltölur reikningsins eru:

Lykiltölur rekstrar6M 20216M 2020
Tekjur5.5715.441
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-1.656-1.476
Stjórnunarkostnaður-333-318
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu3.5823.647
Matsbreyting fjárfestingareigna2.256- 2.115
Rekstrarhagnaður5.8381.532
Hrein fjármagnsgjöld-3.391-2.896
Heildarhagnaður/heildartap1.856-1.223
Hagnaður/tap á hlut2,4 kr.-1,9 kr.
NOI hlutfall56,0%59,9%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,2%5,2%
   
Lykiltölur efnahags30.6.202131.12.2020
Fjárfestingareignir156.047152.606
Handbært og bundið fé2.0332.088
Heildareignir160.058156.491
Eigið fé53.90652.828
Vaxtaberandi skuldir86.70784.878
Eiginfjárhlutfall33,7%33,8%
Skuldsetningarhlutfall57,6%57,6%
   
Lykiltölur um fasteignasafn6M 20216M 2020
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)95,0%94,5%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Uppgjör fyrri árshelmings ber merki um að atvinnulífið sé almennt við góða heilsu þrátt fyrir að Covid-19 faraldurinn sé ekki enn að fullu að baki. Tekjur hafa verið að aukast eftir því sem liðið hefur á árið og áhrif faraldursins minnkað í takti við spár félagsins.

Fjórða bylgja faraldursins er ekki að hafa jafn mikil áhrif á leigutaka félagsins eins og fyrri bylgjur höfðu. Verslun og þjónusta er í góðum vexti og er velta í sögulegu hámarki í Kringlunni. Nýting eigna hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og innheimta leigutekna er ágæt.

Efnahagur Reita er mjög traustur og var skuldsetningarhlutfall um mitt ár 57,6%. Reitir hafa samið um kaup þriggja verslunarkjarna, samtals um 9.900 m2 fyrir 3.286 m.kr. Áætluð áhrif kaupanna á NOI eru 196 m.kr. á ársgrundvelli. Afhending fasteignanna er áætluð í upphafi fjórða ársfjórðungs.

Umhverfismál og sjálfbærni skipa sífellt viðameiri sess í rekstri Reita. Vinna við BREEAM In-Use vottun skrifstofuhúsnæðis Landspítala við Skaftahlíð 24 er hafin og tvö þróunarverkefni eru í BREEAM Communities vottun.“

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 24. ágúst n.k.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_ynZ8gtXLS9eMXS5349zfYQ

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 445 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi



Reitir fasteignafelag 30.6.2021 - arshlutareikningur.pdf
Reitir fasteignafelag 30.6.2021 - kynning.pdf