Published: 2016-07-12 12:52:10 CEST
TM hf.
Fyrirtækjafréttir

Endurmat óskráðra eigna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. umfram væntingar.

Við vinnslu hálfsársuppgjörs Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 2016 hafa óskráðar eignir félagsins verið endurmetnar sem nemur á bilinu 1.000 - 1.200 m.kr.  Hækkunina má fyrst og fremst rekja til viðskipta með undirliggjandi félög og nýs gengis fasteignasjóða.  Þrátt fyrir slaka afkomu af skráðum fjárfestingaeignum það sem af er ári er engu að síður reiknað með að félagið geti staðið við áður útgefna áætlun um fjárfestingatekjur á fyrri árshelmingi.  Aðrar fjárhagsupplýsingar liggja ekki fyrir en uppgjörið verður birt 24. ágúst nk

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Viðarsson forstjóri, s. 5152609 / sigurdur@tm.is