English Icelandic
Birt: 2023-03-14 19:05:00 CET
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 9.060 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 27 voru samtals 5.300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 8,89%. Heildartilboð voru 5.300 m.kr. á bilinu 8,75% - 8,89%. Bankinn gefur einnig út 20.000 m.kr. í flokknum til eigin nota.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 700 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,50%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 28 voru samtals 2.200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,18%. Heildartilboð voru 3.060 m.kr. á bilinu 2,12% - 2,21%.

Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CB 23 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Hreint verð á flokknum var fyrirfram ákveðið sem 98,93. Bankinn kaupir til baka 2.420 m.kr. að nafnvirði í flokknum.


Niurstaa utbos sertryggra skuldabrefa.pdf