Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 9.060 m.kr.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 27 voru samtals 5.300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 8,89%. Heildartilboð voru 5.300 m.kr. á bilinu 8,75% - 8,89%. Bankinn gefur einnig út 20.000 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 700 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,50%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 28 voru samtals 2.200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,18%. Heildartilboð voru 3.060 m.kr. á bilinu 2,12% - 2,21%.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CB 23 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Hreint verð á flokknum var fyrirfram ákveðið sem 98,93. Bankinn kaupir til baka 2.420 m.kr. að nafnvirði í flokknum.
Tengiliðir
Fjárfestatengsl - ir@islandsbanki.is
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.