Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 31. mars 2022Síminn hf. hefur lokið útboði á 6 mánaða víxlum í nýjum víxlaflokki, SIMINN221007. Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.000 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 340 m.kr. Víxlarnir voru seldir á 4,75% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 6. apríl 2022. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland þann sama dag. Arion banki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna.
Nánari upplýsingar veita: Gunnar Örn Erlingsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., gunnar.erlingsson@arionbanki.is, s: 858 3292. Óskar Hauksson, fjármálastjóri, oskarh@siminn.is. Helgi Þorsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar, helgith@siminn.is.
|