Published: 2019-09-10 18:38:36 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I. Niðurstaða skuldabréfaútboðs 10. september 2019

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum BUS 56. 

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 40 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,55% ársvöxtum. Skuldabréfin fela ekki í sér bein veð en allar eignir fagfjárfestasjóðsins Landsbréf- BÚS I standa til tryggingar á greiðslu skuldabréfanna.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 1.800 milljónir króna með fastri ávöxtunarkröfu 3,35%. Alls bárust 8 tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnvirði 2.420 milljónir króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.800 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,35%.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins BUS 56 að sölu lokinni verður 13.640 milljónir króna að nafnvirði.

Tilgangur útgáfunnar er endurfjármögnun á hluta núverandi skulda Búseta hsf.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er fyrirhuguð í viku 40-41 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann sama dag og gjalddagi og afhending á sér stað. Kauphöll mun tilkynna um fyrirhugaða stækkun með eins dags fyrirvara.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Ingvar Karlsson, sjóðstjóri fagfjárfestasjóðsins Landsbréf - BÚS I, í síma 410-2518 eða í gegnum netfangið: ingvar.karlsson@landsbref.is

Gunnar S. Tryggvason, s: 410 6709 eða í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is