Published: 2016-03-17 15:54:06 CET
Kvika banki hf.
Niðurstöður hluthafafundar

Kvika banki hf.: Niðurstöður aðalfundar Kviku banka hf.

Aðalfundur Kviku banka hf. var haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016 á skrifstofu félagsins í Reykjavík. 

 

Helstu niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:

1. Ársreikningur vegna ársins 2015 var samþykktur eins og hann var lagður fram.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs var frestað þar til niðurstöður tillögu um lækkun hlutafjár, sbr. liður 4 hér að neðan, liggja fyrir.

3. Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins. Meðal breytinga sem samþykktar voru er að stjórnarmönnum félagsins er fækkað úr sjö í fimm. Þá var stjórn félagsins heimilað að gefa út áskriftarréttindi. Hámarkshlutafjárhækkun til að mæta útgáfu áskriftarréttindanna skal að hámarki vera að nafnvirði kr. 130.0000.000. Frestur til notkunar á heimildinni er til aðalfundar ársins 2017.

4. Samþykkt var tillaga um að stjórn félagsins verði falið að undirbúa lækkun á hlutafé félagsins með hlutfallslega jafnri greiðslu til hluthafa, allt að kr. 1.000.000.000,-. Endanleg ákvörðun um lækkunina verður hjá hluthafafundi að fenginni tillögu stjórnar. 

5. Stjórnarkjör fór fram. Í aðalstjórn félagsins voru kjörin:

- Þorsteinn Pálsson

- Finnur Reyr Stefánsson

- Jónas Hagan Guðmundsson

- Inga Björg Hjaltadóttir

- Anna Skúladóttir


Til setu í varastjórn félagsins voru kjörin:

- Kristín Guðmundsdóttir

- Ármann Fr. Ármannsson

HUG#1995677