English Icelandic
Birt: 2022-01-07 14:01:47 CET
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: LEIÐRÉTTING - Kvika banki hf. gefur út skuldabréf til tíu ára

Í tilkynningu sem birtist fyrr í dag kom fram að stefnt væri á töku til viðskipta þann 12. desember næstkomandi. Rétt dagsetning er 12. janúar. Eftirfarandi er leiðrétt tilkynning. 


Kvika banki hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum að fjárhæð kr. 2.000.000.000 í nýjum almennum skuldabréfaflokki bankans KVIKA 32 0112. Skuldabréfin eru verðtryggð, til tíu ára og bera fasta 1,4% vexti sem greiddir eru tvisvar á ári.

Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði og stefnt er að töku þeirra til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 12. janúar næstkomandi. Skuldabréfin eru gefin út undir íslenskum útgáfuramma og grunnlýsingu bankans.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar í síma 540-3200.