Published: 2020-09-08 19:35:37 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lykill fjármögnun hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 8. september 2020

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið útboði á 6 mánaða víxlum í nýjum flokki LYKILL210315.

Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.900 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.000m.kr. Víxlarnir voru seldir á 1,91% flötum vöxtum.

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. september 2020. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland þann sama dag.

Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafn Steinarsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., hrafn.steinarsson@arionbanki.is; s: 444 6910
Arnar Geir Sæmundsson, Fjárfestingarsviði TM hf., arnargs@tm.is, s: 515 2000