Icelandic
Birt: 2023-04-18 17:41:13 CEST
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
Ársreikningur

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ársuppgjör fyrir tímabilið 1. mars 2022 - 28. febrúar 2023

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar

  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á fjórða ársfjórðungi hækkaði um 439 millj. kr. milli tímabila og jókst um 98%
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 20,7% hærri á fjárhagsárinu
  • 48% magnaukning á bjórsölu til hótela og veitingastaða
  • 17% aukning í fjölda seldra eininga á árinu
  • Rekstrarhagnaður fjárhagsársins var 4.560 millj. kr. og jókst um 41% á milli ára
  • Hagnaður eftir skatta á fjárhagsárinu var 2,5 ma. kr en var 1,7 ma. kr árið áður

Ársreikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 28. febrúar 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 18. apríl 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir fjórða ársfjórðung 2022 (Q4 2022) eru:

  • EBITDA nam 885 millj. kr. samanborið við 446 millj. kr. á Q4 2021, sem jafngildir 98% hækkun milli ára.
  • Eigið fé í lok 2022 nam 10,1 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 39% samanborið við 31,5% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.324 millj. kr. í lok árs 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.
  • Hagnaður eftir skatta var 505 millj. kr. á Q4 og jókst um 258%.

Samkvæmt uppgjöri fjórða ársfjórðungs jókst rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) um 439 millj. kr. frá sama tímabili árið 2021. Rekstrarhagnaðurinn var 885 millj. kr. á fjórða ársfjórðungi 2022 en var 446 millj. kr. á sama tímabili árið 2021. Hagnaður eftir skatta á tímabilinu var 505 millj. króna og jókst um 364 millj. kr. milli ára. Eigið fé Ölgerðarinnar var 10,1 ma. kr, og eiginfjárhlutfall 39%. Þá lækkuðu vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé um 108 millj. kr. á fjórðungnum.

Lykiltölur (mkr.) 

Rekstrarreikningur Q4 2022Q4 2022Q4 2021Breyt.% Breyt
Vörusala8.9067.3941.51220%
Áfengis- og skilagjald2.3621.96639620%
Vörunotkun3.3982.82657220%
Annar framleiðslukostnaður1829092103%
Framlegð2.9642.51345218%
Aðrar tekjur814-6-42%
Laun og launatengd gjöld1.2201.316-96-7%
Sölu- og markaðskostnaður342346-5-1%
Annar kostnaður52541810726%
EBITDA88544643998%
Afskriftir2061693722%
EBIT679277402145%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga94137-43-32%
Hagnaður fyrir skatta586141445317%
Tekjuskattur81-181-
Hagnaður e skatta505141364258%


Á fjárhagsárinu 2022 nam veltuaukning 6,6 ma.kr. eða sem nemur 20,7% og EBITDA hækkaði um 1.321 millj. kr eða 40,8%. Um 71% af veltuaukningu má rekja til drykkjarvöru. Framleiddir lítrar jukust um 14% og framleiddar einingar um 17%.  Sala á bjór í kútum jókst um 48% í lítrum talið á árinu og má án efa rekja drjúgan hluta þeirrar aukningar til ferðamanna.

Reksturinn það sem af er fjárhagsárinu 2023 hefur gengið vel og veltuaukning yfir 15% milli ára. Áframhaldandi aukning var á sölu bjórs og jókst hlutdeild Ölgerðarbjóra í verslunum ÁTVR úr 37,7% í 45,3%.

Rekstrarreikningur 12M 202212M 202212M 2021Breyt.% Breyt
Vörusala38.43831.8416.59721%
Áfengis- og skilagjald10.3368.8951.44116%
Vörunotkun14.52211.8482.67423%
Annar framleiðslukostnaður7716888312%
Framlegð12.80910.4092.40023%
Aðrar tekjur3446-12-26%
Laun og launatengd gjöld4.3914.0133789%
Sölu- og markaðskostnaður1.8581.60625316%
Annar kostnaður2.0331.59743627%
EBITDA4.5603.2391.32141%
Afskriftir851820304%
EBIT3.7092.4181.29153%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga66438328073%
Hagnaður fyrir skatta3.0462.035101050%
Tekjuskattur55837218750%
Hagnaður e skatta2.4871.66482450%


Efnahagsreikningur28.2.202328.2.2022Breyt.% Breyt
Eignir25.67623.5532.1239%
Eigið fé10.0817.4182.66336%
Eiginfjárhlutfall39,3%31,5%7,5 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.8.4969.025-529-6%
Handbært fé1.17265951378%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.7.3248.366-1.042-12%
EBITDA sl. 12 mán4.5603.2391.32141%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,62,6-1,0 


Stjórnendur Ölgerðarinnar gera ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins 1. mars 2023 – 28. febrúar 2024 verði á bilinu 4,7 – 5,0 ma. kr. án tillits til áhrifa kaupa á meirihluta í Iceland Spring ehf, sbr. tilkynningu frá Ölgerðinni 11. apríl 2023.

„Það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi þróun í vexti Ölgerðarinnar á árinu og góðar viðtökur neytenda við vörum okkar og þeirri miklu nýsköpun sem er til staðar.  Allt starfsfólk Ölgerðarinnar hefur lagt hart að sér að leita leiða til hagræðingar í rekstri samhliða aukinni framleiðslu sem hefur m.a. leitt til þess að verð um áramót hækkuðu minna en verðlag síðasta árs og það er til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar og neytendur almennt,” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491

Viðhengi



5493003YDW5CUGC5PS30-2022-02-28-is.zip
5493003YDW5CUGC5PS30-2022-02-28-is.zip-viewer 4.html
Frettatilkynning - Q4 2022.pdf
OES - Arsreikningur samstu 2022-2023 LOKA.pdf