Icelandic
Birt: 2021-07-08 19:03:12 CEST
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Innherjaupplýsingar

Sjóvá: Jákvæð afkomuviðvörun

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2021 liggja fyrir og samkvæmt þeim er afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta um 590 m.kr., samsett hlutfall um 91% og afkoma af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta um 2.700 m.kr. Afkoma af vátryggingastarfsemi er lítillega yfir væntingum stjórnenda en afkoma af fjárfestingarstarfsemi er langt umfram væntingar, einna helst vegna góðrar afkomu af skráðum hlutabréfum og vegna breytinga á virði óskráðra eigna sem skila 640 m.kr. jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Þessi breyting skýrist að mestu leyti af því að virði hlutabréfa í Controlant, Ölgerðinni og Kerecis er fært upp, en niðurfærsla á sér stað á eign félagsins í 105 Miðborg.

Af þessu leiðir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nemur um 1.150 m.kr., samsett hlutfall er um 91,5% og afkoma af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta um 4.350 m.kr.

Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 17. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is