Published: 2015-12-08 15:20:22 CET
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Reginn hf.: Fagfjárfestasjóðurinn REG 1 12 1.

Knatthöllin ehf. og Kvikmyndahöllin ehf., eigendur Egilshallar og dótturfélög Regins hf. hafa gengið frá fjármögnun að fjárhæð kr. 1.500.000.000,-.  Um er að ræða viðbótarfjármögnun vegna nýframkvæmda. Lánveitandi er REG 1 12 1 fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf.  sem jafnframt sinnir veðgæslu og umsjón með skuldabréfaflokknum.  Stefnir hf. annaðist milligöngu um stækkun á núverandi skuldabréfaflokki REG 1 12 1 um kr. 1.500.000.000.- að nafnverði.  Heildarútgefið nafnverð flokksins verður því kr. 7.000.000.000,-.  Aðrir skilmálar flokksins haldast óbreyttir. Skuldabréf sjóðsins eru seld á ávöxtunarkröfunni 3.6%.  Gert er ráð fyrir að flokkurinn verði stækkaður þann 15. desember n.k.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262