Icelandic
Birt: 2023-04-27 15:00:00 CEST
Reykjavíkurborg
Ársreikningur

Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2022

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í dag 27. apríl og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um 6,0 ma.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 9,0 ma.kr. afgangi. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 38,7 ma.kr. Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi 31. desember 2022 námu samtals 870,3 ma.kr. og heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 446,4 ma.kr.  Eiginfjárhlutfall A- og B-hluta er nú 48,7% en var 48,5% um síðustu áramót.

Veltufé frá rekstri hjá A- og B-hluta var umfram áætlun og nam 27,8 ma.kr. eða 12,4% af tekjum. Fjárfestingar að frádregnum greiddum gatnagerðagjöldum og seldum byggingarrétti námu 43,6 ma.kr.  Lántaka og ný stofnframlög námu 31,8 ma.kr. á árinu, nýjar leiguskuldir námu 1,1 ma.kr. og afborganir lána og leiguskulda námu 23,2 ma.kr. Handbært fé í árslok var 22 ma.kr.

Með 13. gr. laga nr. 25/2020 og 2. gr. laga nr. 22/2021 hefur Alþingi vikið til hliðar fjármálareglum sveitarfélaga skv. ákvæði 64. gr. sveitarstjórnarlaga til loka árs 2025. Var það gert til að liðka fyrir möguleikum sveitarfélaganna að grípa til viðspyrnu og sóknar í stað samdráttaraðgerða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Árið 2022 var Jafnvægisviðmið  A- og B-hluta var jákvætt sem nemur 26,6 ma.kr. og skuldaviðmið A- og B-hluta var 158%.

Rekstrarniðurstaða A-hluta á árinu 2022 var neikvæð um 15,6 ma.kr.  Rekstrarniðurstaða án halla af málefnum fatlaðs fólks var neikvæð um 6,4 ma.kr. en hallinn af málaflokknum nam 9,3 ma.kr. á árinu. Samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks á árunum 2011-2022 nemur 35,6 ma.kr. Heildareignir A-hluta samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2022 námu samtals 257,1 ma.kr. og heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 174,5 ma.kr.  Eigið fé nam 82,6 ma.kr. og eiginfjárhlutfall nam 32%.

Veltufé frá rekstri var jákvætt um 443 m.kr. en var 369 m.kr. árið 2021. Heildarfjárfestingar námu 26 ma.kr. en samanlögð gatnagerðagjöld og tekjur af byggingarétti námu 6,5 ma.kr. Lántaka ársins nam 19,4 ma.kr., þar af nam útgáfa grænna skuldabréfa 2 ma.kr. og nýjar leiguskuldir námu 814 m.kr. Afborganir lána og leiguskulda námu 5,1 ma.kr. Handbært fé í árslok nam 10,2 ma.kr.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.

Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:  Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf., Jafnlaunastofa sf. og Þjóðarleikvangs ehf.

Reykjavík, 27. apríl 2023.

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs

halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi



REYKJAVIKURBORG - FRETTATILKYNNING TIL KAUPHALLAR_2023-04-27.pdf
Samantekinn arsreikningur Reykjavikurborgar 2022.pdf
Skyrsla fjarmala- og ahttustyringarsvis me arsreikningi 2022.pdf