Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: Útgáfa á víxlumÚtgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum til 3 og 6 mánaða. ÚR hefur ákveðið að taka tilboðum að fjárhæð 700 m.kr. í þriggja mánaða víxilinn með 9,90% vöxtum, sem samsvarar 0,28% álagi á 3M Reibor og 820 milljónum í sex mánaða víxilinn á 10,0% vöxtum sem samsvarar 0,35% álagi á 6M Reibor eða samtals 1.520 milljónum. Á gjalddaga, þann 2. september næstkomandi, eru víxlar að nafnvirði 1.640 milljónir króna. Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu víxlanna. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR: „Við hjá ÚR erum gríðarlega þakklát fyrir traustið sem fjárfestar halda áfram að sýna félaginu.” Greiðslu- og uppgjörsdagur er mánudaginn 2. september 2024. Nánari upplýsingar veitir: Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eða rvg@urseafood.is
|