Published: 2016-12-12 12:46:40 CET
Kvika banki hf.
Fyrirtækjafréttir

Kvika banki hf.: Víxlaútboð 14. desember 2016

Kvika banki hf. heldur útboð á víxlum bankans þann 14. desember 2016. Í boði eru víxlar í 6 mánaða flokknum KVB 17 0622 að nafnvirði 2 ma.kr. Útboðið fer fram með hollensku fyrirkomulagi þar sem verð útboðsins ræðst af hæstu samþykktu flötu vöxtum. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og verða skráðir í Kauphöll. Tekið er við tilboðum til kl. 16:00 miðvikudaginn 14. desember. Tilboðum skal skilað á netfangið vixlar@kvika.is.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá markaðsviðskiptum Kviku í síma 540 3220 eða í gegnum netfangið vixlar@kvika.is.