Arion banki lauk í dag útgáfu á skuldabréfum til þriggja ára að fjárhæð 350 milljónir norskra króna og 250 milljónir sænskra króna.
Skuldabréfin bera breytilega vexti sem nema 111 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum og 113 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 14. janúar 2025.
Umsjónaraaðili útgáfunnar var Nordea
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171