Aðalfundur Landsvirkjunar staðfestir 15 milljarða arðAðalfundur staðfestir 15 milljarða arð Á aðalfundi sem haldinn var í dag 29. apríl skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar, samkvæmt lögum um fyrirtækið. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Sú breyting varð því, að Soffía Björk kom ný inn í stjórn í stað Hákonar Hákonarsonar. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Jónas áfram stjórnarformaður Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021. Deloitte ehf. var kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar. Jón Björn Hákonarson er nýr varaformaður. Rafræna ársskýrslu og ársreikning Landsvirkjunar fyrir árið 2021 má finna á https://www.landsvirkjun.is/arsskyrslur/arsskyrsla-2021
|