Published: 2018-06-05 16:45:00 CEST
Kvika banki hf.
Inside information

Kvika banki hf.: Útboð á víxlum 14. júní 2018

Kvika banki hf. heldur útboð á víxlum bankans fimmtudaginn 14. júní 2018.

Í boði eru víxlar í 6 mánaða flokknum KVB 18 1220 að nafnvirði 2.000 m. kr. Útboðið er lokað og fer fram með hollensku fyrirkomulagi þar sem verð útboðsins ræðst af hæstu samþykktum flötum vöxtum. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m. kr. nafnverðseiningum og verða skráðir í kauphöll Nasdaq Iceland. Tekið er við tilboðum til kl. 16:00 fimmtudaginn 14. júní. Uppgjörsdagur er 21. júní 2018.

Hægt er að hafa samband við markaðsviðskipti Kviku í síma 540-3220 eða með tölvupósti á vixlar@kvika.is til að fá nánari upplýsingar.