Icelandic
Birt: 2022-04-05 20:08:15 CEST
Alma íbúðafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Alma íbúðafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 5. apríl 2022

Alma íbúðafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 5. apríl 2022

Alma íbúðafélag hf. lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum AL101227, sem er gefinn út undir útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfin eru verðtryggð og með lokagjalddaga þann 10. desember 2027. Þau bera 1,15% nafnvexti og eru afborganir greiddar sem um 25 ára jafngreiðsluferli fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar eru greiddar. Skuldabréfin eru veðtryggð samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins.

Útboðið var haldið með hollensku fyrirkomulagi, þar sem öll samþykkt tilboð buðust fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið var. Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.920 milljónir króna á ávöxtunarkröfu á bilinu 0,90% - 1,05%. Var öllum tilboðum hafnað að þessu sinni.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is