Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða viðbótarútgáfu úr skuldabréfaútboðiLánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokknum LSS151155 þann 8. janúar 2025. Uppgjör viðskipta fer fram 13. janúar 2025. Samkvæmt 1. gr. í skilmálum aðalmiðlarasamnings í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga stendur aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á meðalverði samþykktra tilboða til kl. 12 á næsta virka degi eftir að útboði lýkur. Hver aðalmiðlari sem á samþykkt tilboð í undangengnu útboði öðlast kauprétt í réttu hlutfalli við það magn sem þeir hafa keypt í útboðinu. Jafnframt áskilur Lánasjóðurinn sér rétt til að selja meira en 10% ef eftirspurn er til staðar. Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 2.190.000.000 á bilinu 3,32% - 3,41%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.540.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,35%. Að þessu sinni óskuðu aðalmiðlarar eftir að nýta sér kauprétt fyrir viðbót í LSS151155 fyrir ISK 60.000.000 að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,35%. Samþykkt viðbót nemur ISK 60.000.000 af nafnvirði. Útistandandi fyrir voru ISK 33.355.000.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 440.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 34.955.000.000.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949
|