Published: 2017-09-29 16:58:35 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Stjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. samþykkja samruna og stefnt er að skráningu á Nasdaq First North

Stjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa samþykkt áætlun um samruna félaganna undir nafni Kviku og miðast samruninn við 30. júní 2017.  Kaup Kviku á öllu hlutafé Virðingar voru samþykkt af Fjármálaeftirlitinu þann 6. september 2017 og hefur allt hlutafé Virðingar hf. verið afhent.

Samruni félaganna er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins en vonir standa til þess að samruninn gangi í gegn fyrir áramót.

Þá hefur stjórn Kviku samþykkt að stefnt skuli að skráningu hlutabréfa bankans á Nasdaq First North. Unnið verður að skráningu á næstu vikum og er áætlað að henni ljúki fyrir árslok. 

Með sameiningu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamarkaði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Íslandi með um 235 milljarða króna af eignum í stýringu og fjölda sjóða í rekstri.

Nánari upplýsingar veitir:

Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku banka hf. í síma 540 3200.