Published: 2017-05-24 11:45:58 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn semur við Landsbankann um viðskiptavakt með skuldabréf

Reginn hf. hefur samið við Landsbankann hf. um að annast viðskiptavakt með skuldabréf útgefin af Regin með auðkennið REGINN290547 hjá Nasdaq Iceland („Kauphöllin“).

Landsbankinn skuldbindur sig til að setja fram dag hvern, kaup- og sölutilboð í skuldabréfin í Kauphöllinni fyrir opnun markaðar. Tilboð skulu ávallt vera að lágmarki kr. 20.000.000 að nafnverði og er hámarksmunur kaup- og sölutilboða 1,15%. Tilboð skulu endurnýjuð eigi síðar en innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið.

Eigi Landsbankinn viðskipti með skuldabréfin á einum viðskiptadegi fyrir kr. 60.000.000 að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (viðskipti tilgreind „automatch“) er honum heimilt að hætta framsetningu tilboða þann viðskiptadag.

Viðskiptavaktin tekur gildi á fyrsta viðskiptadegi bréfanna í Kauphöll. Samningurinn, sem gerður var í framhaldi af lokuðu útboði, er ótímabundinn en uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með 14 daga fyrirvara.

 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262