Icelandic
Birt: 2023-04-18 19:51:30 CEST
Síminn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 18. apríl 2023

Síminn hf. lauk í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki SIMINN231024

Heildartilboð í flokkinn námu samtals 2.180 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 8,70 - 8,92%. Tilboðum að fjárhæð 1.100 m.kr. að nafnvirði var tekið á 8,87% flötum vöxtum.

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 25. apríl 2023. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland í kjölfarið.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veita:

Matei Manolescu, markaðsviðskipti, Fossar fjárfestingarbanki, sími: 522 4000, netfang: matei.manolescu@fossar.is.
Ásgrímur Gunnarsson, markaðsviðskipti, Fossar fjárfestingarbanki, sími: 522 4000, netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is.
Óskar Hauksson, fjármálastjóri, oskarh@siminn.is.
Helgi Þorsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar, helgith@siminn.is.