Marel hefur verið upplýst um að John Bean Technologies Corporation (JBT) hafi skilað inn skráningaryfirlýsingu samkvæmt eyðublaði S-4 til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (U.S. Securities and Exchange Commission eða SEC) í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útgefið og útistandandi hlutafé í Marel. Eyðublað S-4 er aðgengilegt hér á fjárfestavef JBT.