Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 1F 2021Samkvæmt drögum að árshlutareikningi fyrsta ársfjórðungs 2021 þá nemur EBITDA félagsins 1.505 millj. kr. samanborið við 1.021 millj. kr. árið áður sem er aukning um 484 millj. kr. milli ára. Áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á rekstur félagsins hófust á fyrsta ársfjórðungi 2020 og hafði þar umtalsverð neikvæð fjárhagsleg áhrif. Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2021 gekk umfram áætlanir hjá ELKO, Krónunni og N1 þrátt fyrir samkomutakmarkanir stjórnvalda. Nú er fram komin áætlun stjórnvalda um framhald bólusetninga þar sem gert er ráð fyrir að um mitt sumar náist hjarðónæmi og gera má ráð fyrir að í kjölfar þess fari lífið að færast í eðlilegt horf að nýju. Í ljósi betri afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2021 og áætlana stjórnvalda um framhald bólusetninga þá er EBITDA spá félagsins hækkuð um 400 millj. kr. eða í 7.900 - 8.300 millj. kr. Það skal þó áréttað að rekstur Festi er sveiflukenndur og árstíðabundinn en stærsti hluti EBITDA fellur til á 2 og 3. ársfjórðungi ársins. Árshlutareikningur 1. ársfjórðungs 2021 verður birtur 28. apríl næstkomandi og verður kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa haldinn rafrænt fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 8:30. Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@festi.is) og Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri, (mki@festi.is)
|