S&P Global Ratings gerir ráð fyrir að útgáfurammi Arion banka fyrir sértryggð skuldabréf bæði í evrum og íslenskum krónum fái lánshæfiseinkunna A- með stöðugum horfum.
Laga- og regluverk sértryggðra skuldabréfa á Íslandi aðgreinir hinar sértryggðu eignir frá gjaldþrotaáhættu útgefandans. Sú aðgreining gerir það verkum að S&P getur gefið útgáfuramma Arion banka fyrir sértryggð skuldabréf betri langtíma lánshæfiseinkunn en bankanum sjálfum, en lánshæfiseinkunn bankans er í dag BBB. S&P rýndi einnig íbúðalánastarfsemi Arion banka og gaf henni jákvæða umsögn.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Eiríks Magnúsar Jenssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jensson@arionbanki.is, s. 856 7468 eða Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760