Published: 2017-03-15 15:08:22 CET
Kvika banki hf.
Niðurstöður hluthafafundar

Kvika banki hf.: Niðurstöður aðalfundar Kviku banka hf.

Aðalfundur Kviku banka hf. var haldinn miðvikudaginn 15. mars 2017 á skrifstofu félagsins í Reykjavík.

Helstu niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:

  1. Ársreikningur vegna ársins 2016 var samþykktur eins og hann var lagður fram. Hagnaður Kviku árið 2016 nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%. Samþykkt var að greiða arð af hlutabréfum í B-flokki á árinu 2017 vegna ársins 2016 í samræmi við samþykktir félagsins. Ennfremur var samþykkt að enginn arður yrði greiddur af hlutabréfum í A-flokki.
     
  2. Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins.

             
            Meðal breytinga sem samþykktar voru er að tekin var upp í samþykktir stefna bankans um stjórnarkjör í samræmi við leiðbeinandi tilmæli FME nr. 1/2016 um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og 4. mgr. 52. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
             
            Þá var einnig tekið upp í samþykktir að íslenskur texti þeirra skuli ganga framar enskum texta sé misræmi þar á milli.

            Einnig var samþykkt að veita stjórn heimild til hækkunar á hlutafé félagsins í A-flokki um allt að kr. 200.000.000, með áskrift nýrra hluta. Heimildin er háð ákveðnum skilyrðum sem koma fram í samþykktum og rennur út þann 15. mars 2022.
             

  1. Stjórnarkjör fór fram. Í aðalstjórn félagsins voru kjörin:

               - Þorsteinn Pálsson

               - Jónas Hagan Guðmundsson

               - Inga Björg Hjaltadóttir

               - Hrönn Sveinsdóttir

               - Guðmundur Þórðarson

            Til setu í varastjórn félagsins voru kjörin:

               - Kristín Guðmundsdóttir

               - Pétur Guðmundarson

  1. Á fundinum fóru einnig fram hefðbundin aðalfundarstörf eins og kosning endurskoðenda, samþykkt starfskjarastefnu, ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.