Icelandic
Birt: 2022-11-09 17:42:34 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 9. nóvember 2022

Lokuðu skuldabréfaútboði Reita á nýjum skuldabréfaflokki REITIR150524 er lokið.

Um er að ræða nýjan óverðtryggðan skuldabréfaflokk sem er veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Greiðslur vaxta fara fram á tveggja mánaða fresti en höfuðstóll flokksins verður greiddur með einni greiðslu á lokagjalddaga, þann 15. maí 2024.

Alls bárust tilboð að nafnverði 3.110 m.kr. Ákveðið var að taka öllum tilboðum á ávöxtunarkröfunni 7,6%, en útboðið fór fram á fastri ávöxtunarkröfu.

Uppgjör viðskipta er áætlað þriðjudaginn 15. nóvember 2022, og verður óskað eftir að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.

Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu skuldabréfaflokksins eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Íslandsbanki hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland.

Upplýsingar veita Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, einar@reitir.is, sími 669 4416 og Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, vbm@islandsbanki.is.