Vísað er í tilkynningu frá Arion banka um útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum frá 28. september síðastliðnum.
Arion banka hefur borist staðfesting frá Evrópska seðlabankanum þess efnis að umrædd sértryggð skuldabréf í evrum, ISIN XS2391348740, hafi verið færð á lista yfir hæfar tryggingar í viðskiptum við Evrópska seðlabankann.
Frekari upplýsingar um veðhæf bréf og viðskipti við Evrópska seðlabankann má finna á heimasíðu bankans, Collateral (europa.eu)
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Eiríks Magnúsar Jenssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jensson@arionbanki.is, s. 856 7468 eða Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760