Arion banki lauk í dag útgáfu á skuldabréfum að fjárhæð 200 milljónir norskra króna.
Skuldabréfin eru til tveggja ára, og bera breytilega vexti sem nema 255 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 21. mars 2023.
Umsjónaraðili var SEB.