English Icelandic
Birt: 2024-05-21 12:30:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion Banki hf.: Niðurstöður endurkaupatilboðs

Arion banki hf. tilkynnti í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs, sem tilkynnt var um þann 13. maí 2024 til eigenda 300 milljón evra almenns græns skuldabréfs sem ber 4.875% vexti og er á gjalddaga 2024, þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka. Endurkaupin byggðu á skilmálum endurkaupatilboðs (e.tender offer memorandum).

Bankanum bárust gild tilboða að fjárhæð EUR 261.278.000 og voru þau öll samþykkt.

ABN AMRO, Barclays, J.P. Morgan og Morgan Stanley sáu um endurkaupin fyrir hönd bankans.

Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í kauphöllinni í Lúxemborg (www.bourse.lu) þar sem skuldabréfið er skráð.


Arion Banki hf. Niurstour endurkaupatilbos.pdf